Brennóvöll á Klambratún

Brennóvöll á Klambratún

Síðustu sumur hefur verið spilað brennó á malarvellinum á Klambratúni. Það mætti gera hann betri til brennóiðkunar með því t.d. að hafa net eða e-ð utan um völlinn eða alla vega fyrir framan rósarunnana sem eru ansi miklir þar í kring. Nú eða finna brennóvelli nýjan stað á túninu, væri mjög gott að geta spilað á grasi. Hef aldrei séð neinn nota þennan malarvöll nema brennókonur.

Points

Klambratúnið er orðinn skemmtilegur staður með fjölbreytt úrval afþreyingar. Þegar kemur að brennó sem er skemmtilegur leikur fyrir allan aldur þá vantar sárlega aðstöðu til að iðka þessa skemmtilegu íþrótt. Reglulega hafa verið haldin mót sem opin eru öllum. Hér er um að ræða hreyfingu sem kostar ekki neitt og hentar mörgum vel.

Þetta er verkefni sem krefst fremur lítils tilkostnaðar en myndi bæta aðstöðu til brennóiðkunar mikið - og raunar aðstöðu fyrir aðrar íþróttir. Klambratún hefur skapað sér sérstöðu fyrir óhefðbundnar íþróttir á borð við frisbígolf og gaman væri að brennó fengi pláss þar líka. Frábær hreyfing fyrir konur - og auðvitað karla líka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information