Gatnamót Hofsvallagötu og Neshaga verði þrengd

Gatnamót Hofsvallagötu og Neshaga verði þrengd

Gatnamót Hofsvallagötu og Neshaga eru alltof víð og hraðakstur mikið vandamál frá Hofsvallagötu og að Hjarðarhaga, en upphækkaða hraðahindrunin/gangbrautin við Hofsvallagötu er jöfnuð við jörðu og engin hraðahindrun er í götunni frá Hofsvallagötu og að Hjarðarhaga. Sniðugt væri að þrengja þessi gatnamót, laga upphækkuðu gangbrautina við Hofsvallagötu og setja tvo strætókodda við Neshaga 15 og Neshaga 16 samfara endurnýjun Hofsvallagötu á næsta ári (2015).

Points

Að þrengja þessi gatnamót myndi þýða styttri gönguleið yfir Neshaga við gatnamótin, minni umferðarhávaði fyrir íbúa á Neshaga og öruggari gata fyrir alla.

Hofsvallagata er skilgreind sem safngata = safna umferðinni á þar til greinda götu til að halda umferð frá litlu íbúðargötunum. Því ætti ekki að vera hraðahindranir á slíkri götu því annars gæti það skilað sér í meiri umferð hjá barnaskólanum Melaskóla.

Lögreglan var við hraðamælingar á Neshaga í Nóvember 2013 þar sem að mældur var hraði á bílum sem ekið var frá Hofsvallagötu og að Hjarðarhaga. Meira en þriðjungur ökumanna, eða 36% óku of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 50. http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=1190&module_id=220&element_id=21062

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information