Torg á horni Laugalækjar og Hrísateigs

Torg á horni Laugalækjar og Hrísateigs

Breyta planinu á horni Laugalækjar og Hrísateigs (þar sem m.a. eru ísbúð, pylsubúð og bændamarkaður) í huggulegt mannlífstorg með bekkjum, með sambærilegum hætti og gert hefur verið fyrir lítil torg í miðbænum (t.d. Óðinstorg).

Points

Þetta götuhorn er að mörgu leyti orðið að miðstöð mannlífs í Laugarneshverfi. Íbúar koma gangandi, hjólandi og keyrandi til að sækja ýmsa þjónustu, bókabíllinn stoppar þarna og sumar verslanirnar hafa aðdráttarafl fyrir íbúa utan hverfisins. Við hornið er bílaplan sem er ekkert sérstaklega aðlaðandi og væri hægt að lappa upp á og ramma þannig betur inn þetta svæði. Það þyrfti ekki að ganga á öll bílastæðin sem eru þarna en það er eðlilegt að eitthvað jafnvægi sé til staðar á milli samgöngumáta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information