Skjólbelti við Vesturlandsveg á Kjalarnesi, frá Kollafirði til Hvalfjarðarganga

Skjólbelti við Vesturlandsveg á Kjalarnesi, frá Kollafirði til Hvalfjarðarganga

Trjárækt ofna Vesturlandsvegar á Kjalarnesi. Nú er kominn vísir að skjólbelti frá Kollafirði sem hefur reynst vel. Nauðsynlegt er að halda ræktun skjólbeltis áfram til norðurs og að Hvalfjarðargöngum vegna umferðaröryggis.

Points

Vegna nálægðar við Esju myndast sterkir vindstrengir sem geta og hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir vegfarendur á öllum tímum, allt árið. Nú þegar, hafa orðið alvarleg slys á þessu svæði og er það öllum í hag að úr verði bætt, bæði íbúum á svæðinu og þeim sem eiga leið um þjóðveg 1. Það má segja að um þjóðþrifamál sé að ræða í þessu tilfelli. Hér er um siðferðislega skyldu Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og eigenda viðkomandi landa að taka höndum saman og drífa í úrbótum.

Hafa ekki allir skoðun á þessari tillögu? Um að gera að ræða málin.

Hvað segið þið um það? Er ekki vanþörf á úrbótum? Reyndar má deila um það hvort þessi tillaga mín eigi við inni á "Betri hverfi", en eitt er víst að öll viljum við öryggi í umferðinni! Og okkar hverfi er víðfeðmt og spannar yfir svæði sem er í alfaraleið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information