Hjólaleið inn á Stigahlíð við gatnamót Miklu- og Kringlumýrarbrautar

Hjólaleið inn á Stigahlíð við gatnamót Miklu- og Kringlumýrarbrautar

Eina leiðin yfir Kringlumýrarbraut fyrir hjólandi á leið vestur/austur með Miklubraut er á gangbraut á gatnamótum þeirra. Stigahlíð er róleg og upplögð til að hjóla á í stað göngustígs við Miklubraut. Leggja má örstuttan stíg frá gangbraut frá gatnamótum Miklu- og Kringlumýrarbrautar, í gegnum runnaþykkni, inn á Stigahlíð þar sem hún liggur í vinkli næst gatnamótunum.

Points

Þegar gangandi og hjólandi samnýta stíga skapast alltaf óþægindi af því að hjólandi vilja fara mun hraðar en gangandi, jafnvel er hætta á að hjólandi hjóli á gangandi. Hvergi er betra að hjóla heldur en á götum með 30 km/klst hámarkshraða. Umferð þar er lítil, hraði bíla og hjóla svipaður og síðast en ekki síst mega hjólandi nýta sér forgang við hliðargötur með bið- eða stöðvunarskyldum. Stigahlíð er til staðar og hentar því að mínu mati betur sem hjólaleið en göngustígurinn meðfram Miklubraut.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information