Árbæjartorg er hálfklárað verk

Árbæjartorg er hálfklárað verk

Enn vantar töluvert upp á til að gera Árbæjartorgið að flottum stað svo það líti nú út eins og torg. Þarna mætti gróðursetja nokkur há tré eins og Birki eða Reynir. Setja upphækkuð gróðurbeð á torgið til að lyfta því aðeins upp. Einnig þarf að lagfæra hellur og klára þá hellulögn sem byrjað var á við gerð torgsins. En þarna eru grasblettir að verða að drullusvaði. Einnig vantar að setja upp falleg borð og bekki. Þetta svæði er miðja hverfisins og á að vera aðlaðandi svo það dragi íbúa til sín.

Points

Torgið er miðja hverfisins. Þarna eru haldnar hátíðir hverfisins eins og sumardagurinn fyrsti, vorhátíð foreldrafélags Árbæjarskóla, sumarhátíð Íbúasamtakanna. En því miður þá er þetta torg orðið svolítið þreytt í þeirri mynd sem það er í dag. Við þurfum að láta klára þetta svæði þannig að líti nú út eins og torg en ekki bara stórt hellulagt plan. Við eigum ekki að sætta okkur við núverandi ástand því í dag lítur þetta út eins og hálfklárað verk.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information