Klambratún - heildarendurskoðun og hönnun

Klambratún - heildarendurskoðun og hönnun

Fólki í hverfinu og víðar er mjög umhugað um Klambratún enda er það nýtt á margvíslegan hátt. Hér er rætt um brennóvöll, leiksvæðið, kaffihús sem væri opið lengur, körfuboltavellina, göngustíga ofl. En er ekki kominn tími til að Reykjavíkurborg ráðist í að hugsa og endurhanna garðinn frá grunni. Hann er að mörgu leiti í niðurníðslu, léleg lýsing og ófrágengin svæði samaber malarvöllinn og svæðið aftan við leiksvæðið. Er metnaður fyrir alvöru miðborgargarði með margvíslegri aðstöðu og starfi ?

Points

Hvetjum borgina til að hrinda af stað samkeppni um hönnun, útlit og framtíð miðborgargarðs sem veður Central park Reykjavíkur

Fyrir nokkrum árum var haldinn skemmtilegur og áhugaverður fundur á Kjarvalsstöðum meðal íbúa um uppbyggingu Klambratúns. Þar kom fram fjöldi góðra hugmynda um lagfæringar og breytingar á þessu sérlega skemmtilega útivistasvæði Reykjavíkur. Eitthvað af hugmyndunum hefur verið framkvæmt. Það er hins vegar löngu tímabært að koma fleiri hugmyndum þaðan á framkvæmdastig.

Sammála þessu og virðist hafa staðið til í mörg ár ef marka má hugmyndafundinn sem við íbúarnir mættum á fyrir allmörgum árum og lögðum til fjölda góðra hugmynda. Ekki gott að bæta við hinu og þessu handahófskennt á túnið, án þess að fram fari heildarhönnun og kynning á henni. Svo þyrfti að fjarlægja malarvegsstubba sem eru á miðju túninu frá því sett var upp svið þarna á menningarnótt fyrir allmörgum árum - ótrúleg lýti á túninu og druslulegt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information