Úrbætur á göngustíg milli húsa frá Ystabæ að Skólabæ.

Úrbætur á göngustíg milli húsa frá Ystabæ að Skólabæ.

Göngustígurinn sem liggur milli húsa frá Ystabæ og að Skólabæ er gönguleið sem meðal annars liggur að tveimur leikskólum (Árborg og Rofaborg) og Árbæjarskóla, íþróttasvæðum, fjölda leikvalla ofl. svæðum. Göngustígurinn er í dag svo holóttur og mishæðóttur að erfitt er að fara hann með vagn, á hjólum (sérstaklega ef hjálpardekk eru á þeim) og jafnvel ganga hann þegar blautt er úti (þótt það sé gaman að hoppa í pollum stundum). nýtt slétt undirlag myndi bæta mjög samgöngur og útivistargleði.

Points

Gríðarlega fjölfarin göngustígur sem búið er að "kítta" í í gegnum tíðina. Er mikið "verptur" af nærliggjandi trjárótum og hættulegur gangandi vegfarendum, ekki síst eldriborgurm. Löngu kominn tími til að endurbæta hann fullkomnlega, ekki með bráðbirgða lausnum.

Eins og kemur fram í hugmyndinni liggur stígurinn milli húsanna framhjá mörgum stöðum sem börn sækja dags daglega. Stígurinn er hins vegar svo illa farinn að ég hef oft upplifað börn detta þarna, sérstaklega á hjólum, línuskautum ofl. Eins er mjög leiðinlegt að keyra vagna af sömu ástæðu og í myrkri er auðvelt að missa fótanna. Það er því fyrst og fremst öryggismál að endurnýja stiginn, auk þess sem það gerir leiðina ánægjulegri og fallegri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information