Bæta leikvöll á göngustíg milli Frostaskjóls og Granaskjóls

Bæta leikvöll á göngustíg milli Frostaskjóls og Granaskjóls

Á þessum göngustíg er pínulítil leikaðstaða sem líklega er mest notuð af dagmömmum í hverfinu. Eins og staðan er núna þá hentar þessi litli leikvöllur illa fyrir dagmömmur. Einfaldar aðgerðir eins og setja upp ungbarnarólu, laga mölina (börnin geta ekki gengið í mölinni) og hugsanlega girða aðeins af myndi bæta aðstöðuna til muna. Aðgerð sem kostar ekki mikið en mun bæta vinnuaðstöðu fyrir dagmömmur til muna.

Points

Þessi hugmynd er lítil í sniðum en það þurfa ekki allar góðar hugmyndir að vera stórar. Lítil breyting sem þessi mun hjálpa dagmömmum til muna að vera úti með börnin sem þær passa. Það er frábært fyrir börnin að geta verið úti að leika þegar vel viðrar. Það kostar ekki mikið að bæta þessa aðstöðu en það mun muna miklu.

Frábært svæði, illa skipulagt í dag. Myndi nýtast mun betur bæði dagmæðrum og íbúum öllum í hverfinu væri göngustígurinn malbikaður og ný leiktæki, jafnvel fyrir eldri börn. Rólur, rennibraut og púttvöllur. Göngustígurinn er oft eitt drullusvað erfitt yfirferðar fyrir t.d. hjól og barnavagna og kerrur. Bekkir myndu líka henta þarna vel.

Gott væri að malbika/ steypa göngustíginn. Þessi leið er vannýtt hjá börnum í hverfinu vegna lélegrar lýsingar og þess hvað stígur inn er mikil drulla oft. Þetta er stórt svæði ekki við umferðagötu sem gæti nýst yngri börnum mun betur sem gönguleið og ekki síður leiksvæði. T.d. Væri hægt að gera pútt völl.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information