Gang- og hjólastígur meðfram Skógarhlíð

Gang- og hjólastígur meðfram Skógarhlíð

Gangstígur í Skógarhlíð er orðinn lúinn og þarfnast víða viðgerða. M.a. fyrir framan Bus hostel sem þar er. Enginn gangstígur er meðfram Eskihlíðarblokkum, Skógarhlíðarmegin. Þar væri upplagt að leggja góðan göngu- og hjólastíg. En svo þyrfti einnig að lagfæra gangstíginn hinum megin götunnar og jafnvel bæta við hjólastíg þar líka. Upplagt að taka þessa götu og gera hana upp.

Points

Tengingar við nýtt hverfi á Hlíðarenda, íþróttasvæði Vals og hjólastígakerfi við botnlanga Skógarhlíðar. Í það minnsta þyrfti að gera upp gangstétt sem fyrir er í götunni en best væri að fá gangstéttir og hjólastíga báðum megin götunnar sem er frekar breið. Í raun má segja að Skógarhlíðin sé ákaflega bílvæn en mjög slæm í aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, svo ekki sé minnst á fatlað fólk. Samt eru þar mikilvægir þjónustufyrirtæki eins og sýslumaður sem margir þurfa að sækja til.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information