Lagfæra fótboltavöll milli Hjallalands og Kúrlands

Lagfæra fótboltavöll milli Hjallalands og Kúrlands

Grasvöllurinn á milli Hjallalands og Kúrlands í Fossvogi þarfnast lagfæringar. Mörkin eru orðin þreytt og netið götótt. Fyrir framan mörkin hefur verið sett gervigras, sem var til bóta, en nú hafa myndast alldjúpar holur fyrir framan gervigrasið. Slíkar holur eru mjög hamlandi fyrir fótboltaiðkendur, eins og gefur að skilja.

Points

Þetta er eini gras-fótboltavöllurinn á stóru svæði. Þótt battavöllur hafi nú verið reistur við Fossvogsskóla (sem er frábært) er enn þörf fyrir þennan völl. Framkvæmdin er ekki dýr - aðeins þarf að laga völlinn við mörkin og svo mörkin sjálf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information