Fölga ruslafötum

Fölga ruslafötum

Setja upp þéttara net ruslafata í íbúðarhverfum og við göngustíga í miðbænum. Slíkt mun draga úr rusli og hundaskít á götunum. Mikil fjölgun hundaeigenda í miðbænum kallar á úrræði fyrir hundaskítspoka.

Points

Það er mikið rusl á gangstéttum miðbæjarins og íbúðarhverfum hans. Ástæðan er sú að það eru fáir staðir til að henda rusli. Flestar ruslafötur eru við Laugarveg og Skólavörðustíg en þess utan eru fáar fötur. Af þessum sökum er rusli hent á göturnar, pokar með hundsskít skildir eftir hér og þar. Sú einfalda þjónusta við bæjarbúa og gesti að þeir geti hent rusli á göngu sinni um íbúðarhverfi dregur úr sóðaskap og fegrar ásýnd borgarinnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information