Gera upp körfuboltavöllinn hjá "Skrýtna róló"

Gera upp körfuboltavöllinn hjá "Skrýtna róló"

Hvað viltu láta gera? Setja upp nýjan körfuboltavöll þarna með nýju undirlagi, tartani og nýjum körfum. Setja upp nýjan bekk og laga aðstöðu til þess að hægt sé að sitja þarna og njóta útsýnis og veðurs á góðum sumardögum. Hvers vegna viltu láta gera það? Körfuboltavöllurinn er í algjörri niðurníðslu og langt síðan það var kominn tími til þess að endurnýja bæði malbik og körfur. Þrátt fyrir að malbikið er sprungið, hæðótt og það sé halli á vellinum. Þrátt fyrir að körfurnar séu skakkar og netið ónýtt. Þá kemur fólk þarna börn, unglingar og fullorðnir ða leika sér í körfubolta. Það versta er að ef þau hitta þá lendir boltinn í festingunni af körfunni og skoppar í burtu. Svæðið á milli B-landa og G-landa býður upp á mjög mikla möguleika. Það þarf að nýta þá möguleika til dæmi með því að laga körfuboltavöllinn, uppfæra skrýtna róló (sjá aðra tillögu) eða laga Maló (sjá aðra tillögu).

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information