Múlagarður - nýr garður í miðju Múlahverfinu

Múlagarður - nýr garður í miðju Múlahverfinu

Hvað viltu láta gera? Græna svæðið aftan við Fjölbrautarskólann í Ármúla er lítið mótað sem dvalarsvæði og aðgengi að eða í gegnum það er mjög lélegt. Svæðið er meðhöndlað eins og afgangsstærð í umhverfi sínu en gæti verið skemmtilegt svæði fyrir nemendur í FÁ, fólk sem starfar í Múlahverfinu eða íbúa í Háaleiti eða Safamýri/Álftamýri. Þarna mætti auka gróður og útbúa minni dvalarsvæði. Með bættu aðgengi að svæðinu og í gegnum það gæti svæðið einnig verið hluti af bættri tengingu íbúðarhverfisins sunnan við Háaleitisbraut við Laugardalinn. Garðurinn yrði þannig hluti af grænni keðju í gegnum alla borgina sem til lengri tíma litið gæti tengt saman grænu svæðin og garðana í Laugardal, mögulegan almenningsgarð við Safamýri (sjá tillögu þess efni hér á vefnum), Vatnshólinn í Hlíðunum, Klambratún, og Öskjuhlíð. Svæðið er vinsælt sem sleðabrekka á veturnar og þyrfti að hlúa vel að því hlutverki við landmótun og gróðursetningu á svæðinu. Hvers vegna viltu láta gera það?

Points

Góð hugmynd. Á þessu svæði eru miklir möguleikar og tilvalið að bæta við trjám og gera umhverfið vistlegra. Á hinn bóginn verður að gæta þess að þetta bitni ekki á einni bestu sleðabrekku borgarinnar. Einnig væri tilvalið að taka þessa hugmynd skrefinu lengra og tengja umrætt svæði við Laugardalinn með hjóla- og göngustíg (og trjám) niður Vegmúlann.

Slíkur garður væri mögulega ágætishugmynd ef passað yrði að skemma ekki Múlabrekku sem er mikið leiksvæði barnanna í hverfinu til að renna sér á veturna. Bílastæði FÁ hefur þegað tekið stóran hluta opna svæðisins sem þarna var og gerði börnum kleift að renna sér mjög langt áður fyrr.

Frábær hugmynd! Það þarf að nýta betur græn svæði í hverfinu og gera þau aðgengilegri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information