Fyrirkomulag Íbúaráðs þarfnast endurskoðunar

Fyrirkomulag Íbúaráðs þarfnast endurskoðunar

Finnst fyrirkomulagið ekki rétt uppsett og aðkoma íbúa mjög takmörkuð. Málefni flokksbundinna aðila ganga fyrir og raddir íbúa “hverfa” í fundargerðum sem gefa ekki rétta mynd af því sem raunverulega fór fram á fundunum. Mikil bót á málum þegar fundir eru teknir upp en stór galli að íbúar hafs núna enga raddir á fundum. Vil láta fleiri atriði fara í rafrænar kostningar fyrir íbúa á þeim svæðum sem verið er að taka fyrir að hverju sinni og nota tæknina sem er nú þegar til staðar og kostar ekkert - www.island.is. Í dag er þetta ekkert annað en umræðuvettvangur aðila í neðri sætum flokka til að koma málefnum sínum áfram og oft í andstæðu við það sem íbúar raunverulega vilja. Einnig eru svæðin of stór / dreifð sem eru í sama hópnum, td Vogar, Teigar, Tún þar sem eingöngu einn aðili er í málsvari fyrir mjög ólík svæði. Hvert svæði ætti að eiga talsmann í íbúaráðinu

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information