Leiksvæði milli Safamýrar og Háaleitisbrautar

Leiksvæði milli Safamýrar og Háaleitisbrautar

Milli Safamýrir og Háaleitisbrautar er opið grænt svæði efst við Miðbæ. Þetta svæði er illa nýtt og mætti gera góðan leikvöll líkt og er á milli Rauðalæks og Bugðulæks.

Points

Þetta svæði er illa nýtt og það er þörf á leikvöll fyrir börn á þessu svæði. Börn hafa þörf fyrir að fara á nýja staði og prufa nýja hlut og því varla boðlegt að eini leikvöllurinn sé leikskólinn sem þau eru á alla daga. T.d. eftir leikskóla þá er í raun ekki neinn annar leikvöllur á svæðinu en að fara á leikskólann aftur.

Bekkir og borð, kannski róla og klifurgrind .. og túnið er upplagður samverustaður fyrir fjölskylduna. Snúður úr bakaríinu í poka eða heimasmurt og kaffibrúsi. Góða lífið þarf ekki að vera dýrt

Bakvið Miðbæ er grasi gróið vel stórt svæði sem etv væri hægt að nýta í svona

Hér má benda á að byrjað var að gera þetta svæði upp í sumar, þ.e. settir bekkir inn á svæðið en betur má ef duga skal og leiktæki eins og ungbarnarólur, rólur, vegasalt og æfingatæki líkt og eru á Klambratúni væru vel þegin og mundu þjóna breiðum aldurshóp.

Legg til að svæðið sem Skógræktarfélagið er með í Fossvogsdal verði gert að almenningsgarði. Þetta svæði er eitt besta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu hvað veðursæld snertir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information