Breyta áherslum í umferðinni

Breyta áherslum í umferðinni

Ég legg til að við nútímavæðum hraðaeftirlit. Í stað þess að allir sem eru á löglegum hraða þurfi að hossast yfir ótal hraðahindrandir, þá verði þær allar hreinsaðar burt úr Breiðholtinu og í stað þess tekið upp hraðamyndavélar. Kosturinn er sá að allir sem eru á löglegum hraða þurfa ekki að hristast á hraðahindrunum og hinir sem eru á hraða umfram leyfinlegan hámarkshraða fái sekt úr hraðamyndavélinnni. Borgin ætti að fá hlutfall af sektum, til að geta haldið úti umsjón og eftirliti á vélunum

Points

Að losna við hraðahidranir stuðlar að minna sliti hemla og fjöðrunarkerfa bifreiða, ekki síst almenningsvagna. Það er tiltölulega einfalt reikningsdæmi að uppsetning hraðamyndavéla skilar sér til baka í beinhörðum peningum, auk þess að auka umferðaröryggi.

Það er hægt að tengja hraðamyndavélar á alla ljósastaura hvar sem er. Slétta allar hraðahindranir og nota eingöngu hraðamyndavélar. Allir sem eru á löglegum hraða keyra á sléttum vegi og hætta að hristast og þurfa að draga úr hraða. Hinir sem eru á ólöglegum hraða fá sekt. Borgin fengi hlutfall af sektum til að viðhalda vélunum og færa þær til. Byrja mætti td. á Seljahverfi og sjá hvernig það kæmi út. Ef reynslan væri jákvæð, þá ætti auðvitað að taka þetta upp í öðrum hverfum borgarinnar.

Hraðahindranir eru, já þær eru hvort sem þú ert akandi á löglegum hraða eða ekki. Þær kosta mikla peninga í uppsetnigu og viðhaldi og ALLIR hossast á þeim ekki bara þeir sem aka umfram leyfilegan hraða. Þetta er röng nálgun. Þeir sem aka umfram hraða eiga að vera sektaðir en þeir sem aka á löglegum hraða eiga ekki að þurfa að hristast og minnka hraðann t.d. úr 45 í 20 bara af því að hraðahindrunin á 50 km vegi er fyrir hendi. Hraðahindranir á 30km hámarkshraða hafa engin áhrif fyrir löglega.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information