Bæta lýsingu á bílaplani við Rimaskóla

Bæta lýsingu á bílaplani við Rimaskóla

Bæta lýsinguna á bílaplaninu við Rimaskóla. Perurnar sem eru í ljósakrónunum/ljósastaurunum á planinu eru með dempaðri birtu sem er alls ekki góðar til að lýsa upp umhverfið. Það er mikil þörf á góðri lýsingu þar sem börnin okkar eru gangandi í myrkrinu á veturnar. Etv er nóg að skipta um ljósaperur.

Points

Ég hef annað slagið keyrt börnin mín síðustu 8 ár í skólann og einnig gengið með þeim. Þegar maður kemur að planinu þá er mikið myrkur þar og börn út um allt, stór og smá. Foreldrar hafa að sjálfsögðu brýt fyrir börnunum að ganga á gangstéttunum en það er oft freistandi að stytta sér leið yfir planið, etv elta stóru krakkana sem sjást betur og þá skapast mikil hætta vegna lélegrar lýsingar. Þau eru að skótast á milli bílanna í myrkrinu og sjást mjög illa.

Kannski væri líka gott til að bæta öryggið að hreinlega útbúa greiða og örugga gönguleiðir. Jafnvel þótt það kosti eitt bílastæði eða tvö. Við erum að tala um öryggi barna... En líka að foreldrar mögulega þora ekki að senda þeim og þá missa börnin af miklu, í líkamlegan og félagslegum þroska. Ef ljós verða sett upp, væri gott að passa að þau lýsa það sem þarf en ekki á næstu hús eða upp í lofti. Til er skýrsla um myrkurgæði sem var útbúin fyrir ráðuneyti, og inniheldur tillögur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information