Ísbað í Grafarvogslaug

Ísbað í Grafarvogslaug

Þarf ekki að vera flókið, setja kar, t.d. fiskikar í Grafarvogslaugina og slöngu með köldu vatni, klaka ef hægt er. Fín staðsetning er hliðiná gufubaðshúsinu, þá er stutt á milli pottana og ísbaðsins.

Points

Það er brýn þörf á að koma upp ísbaði í sundlaugar í Reykjavík, það bráðvantar ísböð sem almenningur og íþróttafólk getur komist í án þess að vera bundið íþróttafélagi. Ísbað mýkir vöðva og dregur úr vöðvabólgu, einnig er oft mælt með því að kæla meiðsli og aðra verki.

Á ferð minni um landið í sumar tók ég eftir því að í þeim sundlaugum þar sem ísbað var til staðar var alltaf fullt af börnum jafnt sem fullorðinum sem biðu eftir að komast ofan í.

Ég sem Grafarvogsbúi fer reglulega í sund og það væri algjör sæla fyrir alla að fá kalda laug enda er þetta gott fyrir flest alla. Þetta minnkar bólgur og er almennt mjög gott fyrir fólk. Nú er mikið af fólki að æfa íþróttir við Egilshöll og víðar í Grafarvogi og það hafa allir gott af smá kælingu. STYÐ ÞETTA 100%

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information