Lagfæring á leiksvæði á svæði milli Jöklafoldar og Frostafoldar

Lagfæring á leiksvæði á svæði milli Jöklafoldar og Frostafoldar

Það vantar nauðsynlega að setja upp ruslafötur á leiksvæðinu, núna er ekki ein einasta. Einnig er stórt grasi vaxið svæði þar sem setja ætti mörk/körfur og taka þess í stað í burtu staura sem standa þar engum til gagns eða ánægju. Svæðið yrði mun vistlegra og nýttist enn betur ef þetta yrði tekið til skoðunar og í framkvæmd.

Points

Hreyfing og útivera fer vel saman og er klárlega þörf á að koma börnunum okkar frá tölvum og sjónvarpi. Fallegt, fjölbreytt, þrifalegt leiksvæði eykur líkur á því að börnin okkar vilji leika sér utandyra og er það ekki það sem við viljum að börnin okkar geri ?

Við sem erum alin upp í köldu foldunum munum hvernig þessi leikvöllur var miðjan í hverfinu. Þarna voru körfuboltakörfur, fótboltamörk, stór kastali, rólur og sandkassi. Þetta var paradís. Styð eindregið að færa þetta í fyrra horf og skapa börnunum aðstöðu í hverfinu.

Áður fyrr voru ruslafötur á svæðinu en eitthverir höfðu gaman að því að laska þær og botninn í þeim helt vöku fyrir þeim sem voru svefnstyggir og voru rusklaföturnar því fjarlægðar .En mörg svefnherbergi snúa út að leiksvæðinu.Kannski eru þau 100. Er Helgutóftin ekki hluti af þessu leiksvæði? Sá hluti fær litla athygli af þeim sem eiga að hirða þetta svæði.Afhveru er ekki sett þar falleg höggmynd . Til þess að leiksvæðið veri eftirsótt þarf það að hafa aðdráttarafl,ella koma fáir þangað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information