Gamla hegningarhúsið - breyta í Hostel - Jail hostel

Gamla hegningarhúsið - breyta í Hostel  - Jail hostel

Svona starfsemi í gamla hegningarhúsinu er rökrétt framhald af fyrri notum - nema að nú velja gestir staðinn sjálfir. Þetta býður upp á að garðurinn verði opnaður til austurs og skjólið þar inni nýtist sem útiaðstaða við veitingar á Hostelinu. Rekstur á að geta greitt húsaleigu og þannig verði húsinu haldið við með tekjum af útleigu - án þess að það verði á kostnað almennings. Ekki hægt að gera öll gömul hús að safni.

Points

Sjálfbær hugmynd - ekki á kostnað borgarinnar eða ríkisins

Nú þegar er nóg af hótelum og hostelum í miðbænum fyrir utan allar airbnb-íbúðirnar. Það er ekki á umferðina bætandi að fá rútur niður Skólavörðustíginn og með auðu Hegningarhúsinu ætti borgin heldur að nota tækifærið og gera einhvers konar vettvang fyrir íbúa sína. Það er jú það sem að vekur áhuga ferðamanna á endanum, flestir eru þeir ekki hingað komnir til að hringlast um með öðrum ferðamönnum, og myndu heldur kjósa að sjá vott af menningu og eiga samneyti við heimamenn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information