Hjólastígur meðfram Vesturlandsvegi um Kjalarnes

Hjólastígur meðfram Vesturlandsvegi um Kjalarnes

Það þarf að lagfæra gönguleiðina milli Kjalarness og miðbæjar Mosfellsbæjar þannig að auðvelt sé að hjóla þessa leið. Gönguleið er meðfram Vesturlandsvegi eftir gamla þjóðveginum og í gegnum malarnámur niður að Mógilsá og þaðan aftur upp á gamla þjóðveginn. Þessi leið er alls ekki greiðfær og gæti orðið skemmtileg og fjölfarin hjólaleið meðfram Esjunni.

Points

Það eru margir sem hjóla um Kjalarnes og það vantar öruggan hjóla- göngustíg milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga (a.m.k. að Hvalfjarðarvegi). Það er svo mikil og hröð umferð að það er stórhættulegt að vera á þjóðveginum gangandi eða hjólandi. Það er hægt að komast gangandi í Mosfellsbæ að ,mestu utan vegar en ekki hjólandi. Það þarf að lagfæra leiðina svo að gaman sé að hjóla um svæðið.

Ég styð bætta hjólreiða-og gönguleið milli Kjalarness og Mosfellsbæjar!

Hafa ekki allir skoðun á þessari tillögu? Um að gera að ræða málin.

Vil betri og öruggari hjóla og göngufæri milli Mosfellsbæjar og Kjalarness Einnig milli hverfis og dreifbýlis Kjalarness

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information